Ölfusforir

VOT-S 7

Ölfusforir á Íslandskorti

Hnit – Coordinates: N63,95807, V21,18902
Sveitarfélag – Municipality: Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus
IBA-viðmið – Category: B1i
Stærð svæðis – Area: um 2.340 ha

Ölfusforir eða Forir eru votlendissvæði við neðanverða Ölfusá að vestan  og eru víðáttumiklar og blautar engjar með tjörnum, skurðum, kaldavermslum og laugum. Mikið og fjölskrúðugt fuglalíf er í Ölfusforum á öllum árstímum, m.a. er mikið af öndum þar (Jóhann Óli Hilmarsson 1998). Eina tegundin sem virðist ná alþjóðlegum verndarviðmiðum seinni árin er gulönd en hún sést venjulega í tugatali.

Ölfusforir eru á náttúruminjaskrá og á IBA-skrá, ásamt ósavæði Ölfusár.

Gulönd heldur til í Ölfusforum á vetrum
Picture: Erling Ólafsson

Gulönd heldur til í Ölfusforum á vetrum.

Helstu fuglategundir í Ölfusforum – Key bird species in Ölfusforir*

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Gulönd Mergus merganser Vetur–Winter 24 2005–2014 2,7 B1i
*Byggt á Náttúrufræðistofnun, óbirt gögn. – From IINH, unpublished data.

Ölfusforir wetlands, S-Iceland, are an internationally important wintering site for Mergus merganser

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Jóhann Óli Hilmarsson 1998. Fuglalíf og votlendi við Ölfusárós. Í Jón S. Ólafsson, ritstj. Íslensk votlendi: verndun og nýting, bls. 185‒191. Reykjavík: Háskólaútgáfan.