Hrísey

SF-N 7

Hnit – Coordinates: N66,00164, V18,38961
Sveitarfélag – Municipality: Akureyrarkaupstaður
IBA-viðmið – Category: A4i, A4iii, B1i, B1ii, B2
Stærð – Area: 744 ha (með verndarjaðri – with buffer zone)

Hrísey liggur í utanverðum Eyjafirði og er hún 745 ha að stærð. Hún er hæst að norðanverðu, 110 m y.s., og með austurströndinni eru klettar. Eyjan er að mestu lyngi og grasi vaxin, einnig er nokkuð mýrlendi og lúpínubreiður sem stækka ár frá ári. Byggð er í Hrísey sunnanverðri.

Auðugt fuglalíf er í Hrísey (Þorsteinn Þorsteinsson og Sverrir Thorstensen 2014). Þær tegundir sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum eru kría (9.800 pör) og teista (164 pör). Auk þess er í eynni stórt æðarvarp (3.040 pör) og nokkurt fýlsvarp (4.314 hreiður). Hrísey telst alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð (≥10.000 pör).

Hrísey er á IBA-skrá og norðurhlutinn á náttúruminjaskrá.

Helstu varpfuglar í Hrísey – Key bird species breeding in Hrísey

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Fýll1 Fulmarus glacialis Varp–Breeding 4.314 2015 0,4  
Æður2 Somateria mollissima Varp–Breeding 3.040 2004 1,0 B1i, B2
Kría2 Sterna paradisaea Varp–Breeding 9.800 2014 4,9 A4i, B1i
Teista2 Cepphus grylle Varp–Breeding 164 2014 1,3 B1ii
Alls–Total     17.318     A4iii
1Arnþór Garðarsson, Kristján Lilliendahl og Guðmundur A. Guðmundsson 2019. Fýlabyggðir á Íslandi 2013–2015. Bliki 33: 1–14.
2Þorsteinn Þorsteinsson og Sverrir Thorstensen 2014. Fuglar í Hrísey á Eyjafirði. Talning sumarið 2014 með samanburði við talningar 1994 og 2004. Unnið fyrir Umhverfisnefnd Akureyrar.

English summary

Hrísey island, N-Iceland, hosts internationally important numbers of Sterna paradisaea (9,800 pairs) and Cepphus grylle (164 pairs) as well as a large Somateria mollissima colony (3,040 pairs).

Opna í kortasjá – Open in map viewer