Skrúður

SF-A 8

Hnit – Coordinates: N64,90028, V13,62456
Sveitarfélag – Municipality: Fjarðabyggð
IBA-viðmið – Category: A1, A4ii, A4iii, B1ii, B2
Stærð svæðis – Area: 616 ha (með verndarjaðri – with buffer zone)

Skrúður er klettaeyja úti fyrir Vattarnesi, milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, 23 ha að stærð 90 m há, brött og vel gróin. Mikið fuglalíf er í Skrúði (Jóhann Óli Hilmarsson og Smári Brynjars­son 1997) og má þar helst nefna feiknastóra lundabyggð (149.100 pör). Auk lunda, nær langvía alþjóð­legum verndarviðmiðum (11.483 pör). Þar er einnig að finna þriðju stærstu súlubyggð landsins (6.051 par) og töluvert af ritu (6.692 pör).

Skrúður var friðlýstur árið 1995 ásamt 500 m belti umhverfis. Skrúður er á IBA-skrá.

Helstu varpfuglar í Skrúði – Key bird species breeding in Skrúður

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Súla1 Morus bassanus Varp–Breeding 6.051 2013–2014 16,3  
Rita2 Rissa tridactyla Varp–Breeding *6.692 2007 1,2  
Langvía3 Uria aalge Varp–Breeding 11.483 2008 1,7 B2
Lundi4 Fratercula arctica Varp–Breeding 149.100 2014 7,4 A1, A4ii, B1ii, B2
Alls–Total     173.326     A4iii
*16.907 pör 1985. – 16,907 pairs in 1985.
¹Arnþór Garðarsson 2019. Íslenskar súlubyggðir 2013–2014. Bliki 33: 69–71.
²Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2013. Framvinda íslenskra ritubyggða. Bliki 32: 1–10.
³Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2019. Svartfugl í íslenskum fuglabjörgum 2006–2008. Bliki 33: 35–46.
⁴Arnþór Garðarsson og Erpur Snær Hansen. Lundatal. Í undirbúningi.

English summary

Skrúður island, E-Iceland, holds internationally important numbers of Uria aalge (11,483 pairs) and Fratercula arctica (149,100 pairs).

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Jóhann Óli Hilmarsson og Smári Brynjarsson 1997. Fuglalíf í Skrúðnum. Glettingur 7 (2): 21–27.