Ingólfshöfði

SF-A 14

Hnit – Coordinates: N63,80050, V16,64747
Sveitarfélag – Municipality: Hornafjörður
IBA-viðmið – Category: A4ii, A4iii, B1ii, B2
Stærð svæðis – Area: 801 ha (með verndarjaðri – with buffer zone)

Ingólfshöfði er klettahöfði, um 76 m y.s., við sjó, syðst í Öræfum, 57 ha að stærð og vel gróinn að hluta. Mikið fuglalíf er í Ingólfshöfða og nær álkuvarp þar alþjóðlegum verndarviðmiðum (5.916 pör). Einnig verpur þar um 1% íslenska langvíustofnsins (5.884 pör). Stormsvala og, að öllum líkindum, sjósvala hafa orpið í höfðanum.

Ingólfshöfði var friðlýstur 1974 og er á IBA-skrá.

Helstu varpfuglar í Ingólfshöfða – Key bird species breeding in Ingólfshöfði*

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Langvía Uria aalge Varp–Breeding 5.884 2007 0,9  
Álka Alca torda Varp–Breeding 5.916 2007 1,9 A4ii, B1ii, B2
Alls–Total     11.800     A4iii
*Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2019. Svartfugl í íslenskum fuglabjörgum 2006–2008. Bliki 33: 35–46.

English summary

Cape Ingólfshöfði, S-Iceland, hosts internationally important numbers of Alca torda (5,916 pairs).

Opna í kortasjá – Open in map viewer