Elliðavatn

Svæðið er tilnefnt vegna ferskvatnsvistgerðar.

Elliðavatn á Íslandskorti
Elliðavatn
Picture: Náttúrustofa Kópavogs

Elliðavatn.

Mörk

Vatnið, ásamt Elliðavatnsengjum, eyjum, hólmum og bökkum vatnsins.

Stærð

2,1 km2

Hlutfall lands: 4%
Hlutfall fersks vatns: 96%

Svæðislýsing

Elliðavatn er grunnt vatn sem var stíflað árið 1926 og gert að uppistöðulóni fyrir Elliðaárvirkjun. Lækkað er í vatninu á sumrin og koma þá í ljós hinar víðáttumiklu Elliðavatnsengjar sem eru að stórum hluta gulstararflóavist. Tvær ár renna í Elliðavatn, Hólmsá og Suðurá úr Silungapolli, en úr vatninu renna Elliðaárnar til sjávar. Í vatninu er bæði staðbundin bleikja, sem hefur fækkað mikið á síðari árum, sem og urriði og er hvorutveggja mikið nýtt til stangveiða. Þétt og vaxandi íbúabyggð er vestan og norðan við vatnið, annars er skógrækt, mólendi og gróið hraun víða með bökkum. Útivist er stunduð með bökkum vatnsins, þar á meðal hestamennska og austan þess er Heiðmörk, eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins.

Forsendur fyrir vali

Í vatninu eru stór og samfelld svæði þar sem tjarnalaukur og álftalaukur vex.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Ferskvatn Laukavötn 2,04 3

Ógnir

Vaxandi byggð þrengir víða að vatninu og vatnsmiðlunin hefur breytt eiginleikum þess. Mengun yfirborðsvatns sem rennur í vatnið, iðnaður og vaxandi umferð fólks um svæðið.

Aðgerðir til verndar

Takmarka þarf frekari uppbyggingu í næsta nágrenni vatnsins og tryggja nægjanlegan verndarjaðar.

Núverandi vernd

Friðlýst svæði Flokkur friðlýsingar
Rauðhólar  Fólkvangur
Aðrar náttúruminjar Númer
Elliðaárdalur 124
Myllulækjartjörn í Heiðmörk 125

Kortasjá

Elliðavatn í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.