Blikastaðakró–Leiruvogur
Blikastaðakró–Leiruvogur
Svæðið er tilnefnt vegna fugla.
Blikastaðakró–Leiruvogur


Ósar Úlfarsár í Blikastaðakró.
Mörk
Svæðið afmarkast að vestan við Geldinganesi og Gunnunes og nær inn voginn til austurs, ásamt fjörum og sjávarfitjum.
Stærð
5,3 km2
Hlutfall lands: 13%
Hlutfall fjöru: 43%
Hlutfall sjávar: 43%
Hlutfall fersks vatns: <1%
Svæðislýsing
Svæðið einkennist af grunnsævi og víðáttumiklum leirum. Fyrir botni Leiruvogs eru einnig miklar sjávarfitjar. Útivist, þar á meðal golf og hestamennska.
Forsendur fyrir vali
Mikilvægt fuglasvæði, einkum á fartíma margæsa á vorin og fæðusvæði fyrir sendlinga að vetri og ná tegundirnar þá alþjóðlegum verndarviðmiðum.
Fuglar
Tegund | Árstími | Fjöldi | Ár | % af íslenskum stofni |
---|---|---|---|---|
Margæs | Far | 397 | 1990–2010 | 1 |
Sendlingur | Vetur | 500 | 1977 | 1 |
Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fjöru- og grunnsævissvæðið Blikastaðakró–Leiruvogur.
Ógnir
Áform um veglagningu (Sundabraut) og mögulegar breytingar á vatnsmiðlun. Uppbygging í tengslum við stækkandi byggð, meðal annars á Geldinganesi, skólpmengun og vaxandi umferð fólks.
Aðgerðir til verndar
Koma þarf í veg fyrir röskun fjörusvæða og að byggð teygi sig nær fjörusvæðum en nú er.
Núverandi vernd
Friðlýst svæði | Flokkur friðlýsingar |
---|---|
Varmárósar | Friðland |
Aðrar náttúruminjar | Númer |
---|---|
Úlfarsá og Blikastaðakró | 130 |
Leiruvogur | 131 |
Varmá | 139 |
Kortasjá
Blikastaðakró–Leiruvogur í kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.