Hofsvík
Hofsvík
Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða.
Hofsvík


Fjörumór í Hofsvík.
Mörk
Fjara í Hofsvík, frá Grundarhverfi suður undir Þaravík.
Stærð
0,7 km2
Hlutfall lands: <1%
Hlutfall fjöru: 49%
Hlutfall sjávar: 51%
Svæðislýsing
Efst í fjörunni er grófur sandur og möl, en neðar skiptast á klappir, leir og mór. Brimasemi er að jafnaði nokkur. Varnargarður er við fjörukambinn um miðbik svæðisins og vegur þar upp af. Mikið fuglalíf er á svæðinu árið um kring. Byggðakjarni Grundahverfis er nyrst við svæðið en sunnar er nokkur landbúnaður. Útivist er talsvert stunduð á svæðinu.
Forsendur fyrir vali
Fjaran er sérstæð einkum vegna fjörumós en einnig vegna klóþangsfjöru og klóþangsklungurs.
Vistgerðir
Vistgerð | Km2 | % af heildarflatarmáli | |
---|---|---|---|
Fjara | Fjörumór | 0,20 | 59 |
Fjara | Klóþangsfjörur | 0,01 | <1 |
Fjara | Klóþangsklungur | 0,04 | <1 |
Ógnir
Uppfyllingar og rask vegna framkvæmda, mengun í yfirborðsvatni.
Aðgerðir til verndar
Takmörkun á frekari uppfyllingum og öðru raski í fjörunni.
Núverandi vernd
Engin
Kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.