Litla-Skarð

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Litla-Skarð á Íslandskorti
Litla-Skarð
Picture: Ásrún Elmarsdóttir

Litla-Skarð.

Mörk

Vestan Litlaskarðsfjalls, frá Vítisbotnum að norðan, að Lambavatni að sunnan, um háfjallið að austan, vestur fyrir Silungatjörn.

Stærð

1,1 km2

Hlutfall lands: 96%
Hlutfall fersks vatns: 4%

Svæðislýsing

Klapparásar og holt vaxin birki og mólendisgróðri, mýrlendi, lækir, tjarnir og smávötn í lægðum. Nokkur skógrækt er austan Litlaskarðsfjalls á eyðijörðinni Litla-Skarð en vesturhluti jarðarinnar ber lítil merki mannlegra athafna. Árið 1996 var á jörðinni afmarkað svæði á litlu vatnasviði vestan fjallsins. Þar hefur farið fram vöktun á efnasamsetningu úrkomu og afrennslisvatns, og á lífríki á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnunar o.fl. stofnana. Vöktunin er hluti af samevrópsku verkefni um áhrif aðborinnar loftmengunar. Litla-Skarð er jafnframt eitt svæða í netverki rannsóknastöðva á arktískum svæðum. Sjálfvirk veðurstöð er á svæðinu.

Forsendur fyrir vali

Lítt snortið svæði með fjölbreyttum land- og vatnavistgerðum, þar ber hæst birkiskóg og starungsmýravist. Á svæðinu hefur ekki verið plantað aðfluttum trjátegundum og mýrum hefur ekki verið raskað með framræslu.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Land Skóglendi* 0,44 <1
Land Starungsmýravist 0,25 <1
* Kjarrskógavist, Lyngskógavist, Blómskógavist

Ógnir

Skógrækt, útbreiðsla alaskalúpínu og annarra framandi tegunda, frístundabyggð.

Aðgerðir til verndar

Ekki brýnar, setja þarf takmarkanir við plöntun framandi trjátegunda, hindra að alaskalúpína breiðist inn á svæðið og draga úr áhrifum sumarhúsabyggðar.

Núverandi vernd

Engin

Kortasjá

Litla-Skarð í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018.