Látrabjarg
Látrabjarg
Svæðið er tilnefnt vegna fugla.
Látrabjarg


Látrabjarg.
Mörk
Látrabjarg stendur yst við norðanverðan Breiðafjörð og markast af Keflavík í austri og Bjargtöngum í vestri, ásamt 100 m verndarjaðri til landsins og 1 km til sjávar.
Stærð
18,2 km2
Hlutfall lands: 17%
Hlutfall fjöru: 5%
Hlutfall sjávar: 78%
Svæðislýsing
Hár og mikill sæbrattur hamraveggur, sums staðar með breiðum syllum og grösugum brekkum. Yst eru Bjargtangar sem jafnframt er vestasti tangi landsins. Látrabjarg er afar vinsælt til útivistar og sem áfangastaður ferðamanna. Víða eru orðin greinileg merki um hnignun gróðurs vegna ágangs á brúnum. Eggjataka er stunduð í bjarginu.
Forsendur fyrir vali
Látrabjarg er stærsta fuglabjarg í Evrópu og nokkrar tegundir ná alþjóðlegum verndarviðmiðum: fýll, rita, langvía, lundi og þar er jafnframt stærsta álkubyggð heims.
Fuglar
Tegund | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | % af íslenskum stofni |
---|---|---|---|---|
Fýll | Varp | 99.894 | 2009 | 8 |
Rita | Varp | 32.028 | 2007 | 6 |
Langvía | Varp | 225.912 | 2006–2007 | 33 |
Stuttnefja | Varp | 118.034 | 2006–2007 | 36 |
Álka | Varp | 160.968 | 2006–2007 | 51 |
Lundi | Varp | 50.000 | 2000 | 3 |
Alls | 736.960 |
Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um sjófuglabyggðina Látrabjarg.
Ógnir
Mikil og vaxandi ferðamennska, umferð skemmtiferðaskipa að bjarginu og eggjataka.
Aðgerðir til verndar
Unnið hefur verið að friðlýsingu bjargsins um árbil og er vísað til þeirrar vinnu, einkum nauðsyn þess að stýra umferð gangandi fólks og setja þarf reglur um umferð báta og skemmtiferðaskipa við bjargið.
Núverandi vernd
Aðrar náttúruminjar | Númer |
---|---|
Breiðavík, Hvallátrar og Keflavík | 307 |
Kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018, 26. maí 2020.