Patreksfjörður–Djúp

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Látrabjarg-Djúp á Íslandskorti
Blakkur, Tálkni í baksýn
Picture: Arnþór Garðarsson

Blakkur og Tálkni í baksýn.

Mörk

Fuglabjörgin í Blakki, Tálkna, Tóarfjalli og Deild sem eru staðsett á vestanverðum Vestfjarðakjálkanum, ásamt 100 m verndarjaðri til landsins og 1 km til sjávar.

Stærð

51,7 km2

Hlutfall lands: 35%
Hlutfall fjöru: 4%
Hlutfall sjávar: 62%
Hlutfall fersks vatns: <1%

Svæðislýsing

Sæbrattar hamrahlíðar á útnesjum, frá Patreksfirði norður að Ísafjarðardjúpi. Engin nýting er á þessum svæðum nú orðið.

Forsendur fyrir vali

Fjórar af tíu stærstu fýlabyggðum landsins og teljast þær allar alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði.

Fuglar

Forgangstegundir varpfugla
Tegund  Árstími  Fjöldi (pör) Ár  % af íslenskum stofni
Fýll Varp 150.394 2014 12

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um sjófuglabyggðirnar Blakkur, Tálkni, Tóarfjall og Stigahlíð–Deild.

Ógnir  

Engar þekktar.

Aðgerðir til verndar

Setja almennar umgengnisreglur, þar á meðal notkun skotvopna.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Skaginn milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar 311

Kortasjá

Patreksfjörður–Djúp í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018.