Dýrafjörður
Dýrafjörður
Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða.
Dýrafjörður


Kræklingaleira í Dýrafirði.
Mörk
Dýrafjörður ásamt fjörum, frá botni og út fyrir Lambadal.
Stærð
12 km2
Hlutfall lands: <1%
Hlutfall fjöru: 17%
Hlutfall sjávar: 83%
Hlutfall fersks vatns: <1%
Svæðislýsing
Fjörðurinn er alldjúpur, umlukinn fjöllum en við innanverðan fjörðinn er nokkurt undirlendi. Við ströndina eru víða grunnsævi þar sem eru leirur og þangfjörur. Fjörubeðurinn er víðast hvar aflíðandi, allgrýttur sandleir. Brimasemi er mjög lítil. Innsti hluti svæðisins hefur verið þveraður. Auðugt fuglalíf, m.a. fjöldi vaðfugla á fartíma og æðarfuglar á fellitíma. Birkiskógur og víða mýrlent ofan fjörunnar. Landbúnaður á jörðum við svæðið, m.a. skógrækt.
Forsendur fyrir vali
Allstórar kræklingaleirur eru í fjarðabotni og kringum brúarsporðinn að norðanverðu, auk klóþangsklungurs sem er víða vestan við brú og á nokkrum spildum innan brúar.
Vistgerðir
Vistgerð | Km2 | % af heildarflatarmáli | |
---|---|---|---|
Fjara | Klóþangsklungur | 0,36 | <1 |
Fjara | Kræklingaleirur | 0,72 | 7 |
Ógnir
Innsta hluta fjarðarins hefur verið raskað vegna þverunar og brúargerðar.
Aðgerðir til verndar
Takmarka frekara rask í fjöru en orðið er.
Núverandi vernd
Engin.
Kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.