Vigur
Vigur
Svæðið er tilnefnt vegna fugla.
Vigur


Vigur á Ísafjarðardjúpi.
Mörk
Eyja í Ísafjarðardjúpi úti fyrir mynni Skötufjarðar, ásamt 1 km verndarjaðri umhverfis.
Stærð
7 km2
Hlutfall lands: 5%
Hlutfall fjöru: 6%
Hlutfall sjávar: 89%
Svæðislýsing
Vigur er grösug eyja og er búið þar árið um kring. Ýmis hlunnindi eru nýtt á eyjunni, m.a. æðarvarp og lundi. Einnig er þar ferðaþjónusta og á undanförnum árum hafa sífellt fleiri sótt eyjuna heim.
Forsendur fyrir vali
Alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð og uppfyllir æður og teista alþjóðleg verndarviðmið. Einnig verpur þar mikið af lunda.
Fuglar
Tegund | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | % af íslenskum stofni |
---|---|---|---|---|
Æður | Varp | 3.500 | 1999 | 1 |
Teista | Varp | 200 | 2000 | 2 |
Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um sjófuglabyggðina Vigur.
Ógnir
Vaxandi ferðamennska, hlunnindanýting, minkur frá landi er utanaðkomandi ógn.
Aðgerðir til verndar
Ekki er ástæða talin til sérstakra aðgerða meðan búið er í eynni og hún nýtt á þann hátt sem nú er.
Núverandi vernd
Engin.
Kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.