Reykjanes
Reykjanes
Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi og ferskvatnsvistgerða. Það nær að hluta yfir tillögusvæðið Ísafjarðardjúp, sem tilnefnt er vegna sela.
Reykjanes


Frá Reykjanesi.
Mörk
Svæðið er nesið sjálft, afmarkast við fjöru og nær suður undir Skipavík.
Stærð
3 km2
Hlutfall lands: 52%
Hlutfall fjöru: 15%
Hlutfall sjávar: 31%
Hlutfall fersks vatns: 1%
Svæðislýsing
Á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi er eitt mesta jarðhitasvæði á Vestfjörðum og er gróðurfar nokkuð fjölbreytt. Ummerki um jarðhita eru að finna bæði í fjöru og inni á nesinu sjálfu. Jarðhitinn hefur verið nýttur til húshitunar og upphitunar sundlaugar og á undanförnum árum hefur umferð ferðamanna aukist. Jarðhitasvæðin nyrst á nesinu, sem eru í næsta nágrenni við byggingarnar, eru nokkuð röskuð.
Forsendur fyrir vali
Jarðvegshitinn og vatn við yfirborð skapa aðstæður fyrir fjölbreyttan jarðhitagróður og smádýralíf. Á Reykjanesi einkennist gróðurfarið af mýrahveravist, sem finnst á nokkrum blettum á nesinu, og um hana seytla jarðhitalækir. Þar finnast meðal annars æðplöntutegundirnar naðurtunga, sem einungis þrífst við jarðhita, og flóajurt, sem er að mestu bundin við jarðhita.
Vistgerðir
Vistgerð | Km2 | % af heildarflatarmáli | |
---|---|---|---|
Land | Mýrahveravist | <0,01 | 1 |
Ferskvatn | Jarðhitalækir |
Ógnir
Helsta ógn er aukin umferð gangandi fólks og nýting jarðhitans.
Aðgerðir til verndar
Takmarka þarf umferð gangandi fólks til að koma í veg fyrir traðk, takmarka ágenga jarðhitanýtingu og stuðla að endurheimt á röskuðum svæðum..
Núverandi vernd
Aðrar náttúruminjar | Númer |
---|---|
Reykjanes við Ísafjörð | 321 |
Kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.