Orravatnsrústir

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi og ferskvatnsvistgerða.

Orravatnsrústir á Íslandskorti
Orravatnsrústir
Picture: Sigurður H. Magnússon

Úr Orravatnsrústum.

Mörk

Votlendissvæði á Hofsafrétti í Skagafirði, liggur í lægð frá Orravatni í suðri norður fyrir Reyðarvatn, vestan Austari-Jökulsár.

Stærð

28,9 km2

Hlutfall lands: 92%
Hlutfall fersks vatns: 8%

Svæðislýsing

Orravatnsrústir liggja í liðlega 700 m h.y.s. norðaustan Hofsjökuls, í votlendri dæld sem er umgirt lítt grónum hálendismelum og hæðum. Í votlendinu eru óvenju stórar, allvel grónar pallarústir sem rísa um hálfan metra upp úr tjarnarríkum flóum, lækir liðast um svæðið og víða má finna rústatjarnir. Mólendisgróður er ofan á rústum en mýrlendisgróður í lægðum, fjölbreytni er því mikil. Sumarbeit sauðfjár og einnig hrossabeit til skamms tíma.

Forsendur fyrir vali

Rústamýrar með mikilli fjölbreytni hálendistjarna, lífrík votlendisvin á öræfum.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Land Rústamýravist 3,75 6
Ferskvatn Hálendistjarnir 0,59 3

Ógnir  

Virkjanir, vatnmiðlun og loftslagshlýnun.

Aðgerðir til verndar

Vatnsbúskap svæðisins verði ekki breytt með miðlun vegna virkjana og beit búpenings verði takmörkuð á svæðinu. Til að ná fram skilvirkri vernd vatnavistgerða þarf að tryggja að jaðarsvæðum þeirra sé ekki raskað í að minnsta kosti allt að 100 m frá þeim.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Orravatnsrústir á Hofsafrétt 413

Kortasjá

Orravatnsrústir í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 7. nóvember 2019.