Orravatnsrústir

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi og ferskvatnsvistgerða. Það er innan tillögusvæðisins Orravatnsrústir, sem tilnefnt er vegna jarðminja.

Orravatnsrústir á Íslandskorti
Orravatnsrústir
Picture: Sigurður H. Magnússon

Úr Orravatnsrústum.

Mörk

Votlendissvæði á Hofsafrétti í Skagafirði, liggur í lægð frá Orravatni í suðri norður fyrir Reyðarvatn, vestan Austari-Jökulsár.

Stærð

28,9 km2

Hlutfall lands: 92%
Hlutfall fersks vatns: 8%

Svæðislýsing

Orravatnsrústir liggja í liðlega 700 m h.y.s. norðaustan Hofsjökuls, í votlendri dæld sem er umgirt lítt grónum hálendismelum og hæðum. Í votlendinu eru óvenju stórar, allvel grónar pallarústir sem rísa um hálfan metra upp úr tjarnarríkum flóum, lækir liðast um svæðið og víða má finna rústatjarnir. Mólendisgróður er ofan á rústum en mýrlendisgróður í lægðum, fjölbreytni er því mikil. Sumarbeit sauðfjár og einnig hrossabeit til skamms tíma.

Forsendur fyrir vali

Rústamýrar með mikilli fjölbreytni hálendistjarna, lífrík votlendisvin á öræfum.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Land Rústamýravist 3,75 6
Ferskvatn Hálendistjarnir 0,59 3

Ógnir  

Virkjanir, vatnsmiðlun, hlýnandi loftslag og minniháttar hrossabeit.

Aðgerðir til verndar

Vatnsbúskap svæðisins verði ekki breytt með miðlun vegna virkjana og beitarstýring. Til að ná fram skilvirkri vernd vatnavistgerða þarf að tryggja að jaðarsvæðum þeirra sé ekki raskað í að minnsta kosti 100 m fjarlægð frá þeim.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Orravatnsrústir á Hofsafrétt 413

Kortasjá

Orravatnsrústir í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 7. nóvember 2019, 26. maí 2020.