Laufás

Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða.

Laufás á Íslandskorti
Laufás
Picture: Sigríður Kristinsdóttir

Laufásgrunnur.

Mörk

Fjaran frá Hellutá um Lónin og suður undir Nollarvík, ásamt Laufásgrunni og eyrum úti fyrir landi.

Stærð

7,4 km2

Hlutfall lands: <1%
Hlutfall fjöru: 99%
Hlutfall sjávar: 1%
Hlutfall fersks vatns: <1%

Svæðislýsing

Leirur og sjávarfitjar við ósa Fnjóskár og Hólsár. Fjörubeðurinn er sandborið mjúkt set og brimasemi er lítil. Landbúnaður og ferðaþjónusta á nærliggjandi jörðum og veiði í ám. Mikið æðarvarp sem er nytjað. 

Forsendur fyrir vali

Utarlega á Laufásgrunni er allstór sandmaðksleira en í Lónum er skeraleira.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Fjara Sandmaðksleirur 5,61 4
Fjara Skeraleirur 0,71 1

Ógnir  

Skipaumferð um Eyjafjörð.

Aðgerðir til verndar

Vernd vistgerða og búsvæða.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Lónin og Laufáshólmar 513

Kortasjá

Laufás í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.