Mývatn–Laxá

Svæðið er tilnefnt vegna fugla. Það er að hluta innan tillögusvæðisins Leirhnjúkur–Gjástykki, sem tilnefnt er vegna jarðminja.

Mývatn-Laxá á Íslandskorti
Mývatn
Picture: Árni Einarsson

Mývatn.

Mörk

Mývatn ásamt nærliggjandi votlendissvæðum, þar á meðal Framengjum og Belgjarskógi. Einnig Laxá að ósi ásamt 200 m verndarjaðri á bökkum beggja vegna.

Stærð

153,6 km2

Hlutfall lands: 64%
Hlutfall fjöru: <1%
Hlutfall sjávar: <1%
Hlutfall fersks vatns: 36%

Svæðislýsing

Mývatn er grunnt og vogskorið og í því eru um 50 eyjar og hólmar. Aðrennsli í Mývatn er að mestu um lindir meðfram austurströndinni. Vatnið er afar lífríkt og fóstrar mikið og fjölbreytt fuglalíf, ásamt tjörnum og votlendi umhverfis. Mikið af næringarefnum berst í Laxá sem fellur úr vatninu og er hún því sennilega lífríkasta á landsins. Mikil fjölbreytni í náttúrufari við Mývatn og landslag er sérstætt. Landbúnaður er stundaður á svæðinu, útivist og vaxandi ferðaþjónusta, einnig töluverð netaveiði til skamms tíma og eggjataka. Áratugum saman var kísilgúr unninn úr botni vatnsins en því var hætt 2004. Lykilþættir í vistkerfi Mývatns hafa verið vaktaðir um áratugaskeið.

Forsendur fyrir vali

Mergð vatnafugla verpur á svæðinu og heldur þar til árið um kring. Óvenju margar tegundir ná þar alþjóðlegum verndarviðmiðum: duggönd, straumönd, húsönd, himbrimi og flórgoði. Álft uppfyllir viðmið á fjaðrafellitíma sem og húsönd sem nær þeim árið um kring.

Fuglar

Forgangstegundir varpfugla
Tegund  Árstími  Fjöldi (pör) Ár  % af íslenskum stofni
Himbrimi Varp *13 2016 3
Flórgoði Varp 372 2004 53
Duggönd Varp 1.182 2006–2015 30
Straumönd Varp 258 2006–2015 6
Húsönd Varp **1.800 2006–2015 90
*Þekkt óðul
**Fuglar
Forgangstegundir felli- og vetrarfugla
Tegund  Árstími  Fjöldi  Ár  % af íslenskum stofni
Álft Fellir 350 2005 1
Húsönd Fellir 1.084 2006–2015 54
Húsönd Vetur 1.416 2014 71

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fuglasvæðið Mývatn–Laxá.

Ógnir  

Vaxandi ferðamennska og mikil uppbygging á bökkum vatnsins með tilheyrandi skólpmengun og átroðningi fólks. Útbreiðsla lúpínu og plöntun framandi trjátegunda. Lax- og silungsveiðar, raforkuframleiðsla og iðnaður.

Aðgerðir til verndar

Mývatn og Laxá voru fyrst vernduð með sérlögum árið 1974 og samþykkt sem Ramsar-svæði 1977. Svæðið nýtur nú verndar samkvæmt lögum nr. 97/2004 og er stjórnunar- og verndaráætlun í gildi fyrir svæðið. Draga þarf verulega úr skólpmengun og tryggja að ekki sé byggt of nærri vatns- og árbökkum. Koma þarf í veg fyrir útbreiðslu ágengra tegunda og takmarka betur umferð ferðamanna um svæðið, sérstaklega á viðkvæmum tímum fyrir dýralíf s.s. á varptíma. Tryggja þarf sjálfbæra nýtingu hlunninda og reglubundið eftirlit með iðnaði.

Núverandi vernd

Friðlýst svæði Flokkur friðlýsingar
Mývatn og Laxá Verndað samkvæmt sérstökum lögum nr. 97/2004
Skútustaðagígar Náttúruvætti
Aðrar náttúruminjar Númer
Varastaðaskógur 523
Halldórsstaðir 524
Gervigígar við Knútsstaði í Aðaldal 525
Gervigígaþyrpingar í Aðaldal 526

Kortasjá

Mývatn–Laxá í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 2. apríl 2019, 26. maí 2020.