Tjörnes

Svæðið er tilnefnt vegna fugla. Það er að hluta innan tillögusvæðisins Tjörnes, sem tilnefnt er vegna jarðminja.

Tjörnes á Íslandskorti
Héðinsvík á Tjörnesi
Picture: Sigríður Kristinsdóttir

Héðinsvík á Tjörnesi.

Mörk

Fjara og grunnsævi á vesturströnd Tjörness, frá Húsavíkurhöfða í suðri að Tjörnestá í norðri.

Stærð

6,4 km2

Hlutfall lands: <1%
Hlutfall fjöru: 24%
Hlutfall sjávar: 75%

Svæðislýsing

Með ströndinni skiptast á sand- og malarfjörur annars vegar og klapparfjörur hins vegar. Miklar þanghrannir safnast sums staðar fyrir í fjörum og sækja vaðfuglar mikið í þarabrúkið í ætisleit, einkum á vorin.

Forsendur fyrir vali

Fjörurnar eru mikilvægir viðkomustaðir farfugla og þær tegundir sem ná alþjóðlegum viðmiðum eru rauðbrystingur, sendlingur og tildra, ásamt straumönd sem óvenjumikið er af á veturna.

Fuglar

Forgangstegundir far- og vetrargesta
Tegund  Árstími  Fjöldi  Ár  % af íslenskum stofni
Straumönd Vetur 328 1999 2
Rauðbrystingur Far 5.225 2008 1
Sendlingur Far 1.113 2008 2
Tildra Far 1.445 2008 1

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fjöru- og grunnsævissvæðið Tjörnes (Húsavíkurhöfði–Voladalstorfa).

Ógnir  

Uppbygging stóriðju og skipaumferð.

Aðgerðir til verndar

Tryggja að fjörum og grunnsævi verði ekki raskað.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Bakkafjara og Bakkahöfði 528
Tjörneslögin og Voladalstorfa 530

Kortasjá

Tjörnes í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.