Langanesbjörg

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Langanesbjörg á Íslandskorti
Skálabjarg
Picture: Arnþór Garðarsson

Skálabjarg í Langanesbjörgum.

Mörk

Yst á Langanesi frá Vatnsleysu, út fyrir Font og vestur fyrir Skálabjarg, ásamt 100 m verndarjaðri til landsins og 1 km til sjávar.

Stærð

29,6 km2

Hlutfall lands: 10%
Hlutfall fjöru: 3%
Hlutfall sjávar: 87%
Hlutfall fersks vatns: <1%

Svæðislýsing

Fremur lág sjávarbjörg. Útivist og ferðamennska er stunduð á svæðinu og sigið er eftir eggjum í bjarginu.

Forsendur fyrir vali

Mikið sjófuglavarp og þær tegundir sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum eru rita, langvía og álka.

Fuglar

Forgangstegundir varpfugla
Tegund  Árstími  Fjöldi (pör) Ár  % af íslenskum stofni
Rita Varp 21.631 2006–2008 4
Langvía Varp 16.518 2006, 2008 2
Álka Varp 4.021 2006, 2008 1

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um sjófuglabyggðina Langanesbjörg (Vatnsleysa–Fontur–Skálabjarg).

Ógnir  

Ferðamennska.          

Aðgerðir til verndar

Setja þarf umgengnisreglur og tryggja að eggjatekja sé sjálfbær.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Langanes utan Heiðarfjalls 543

Kortasjá

Langanesbjörg í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018.