Viðvíkurbjörg

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Viðvíkurbjörg á Íslandskorti
Viðvíkurbjörg
Picture: Arnþór Garðarsson

Viðvíkurbjörg.

Mörk

Viðvíkurbjörg á milli Bakkafjarðar og Vopnafjarðar, frá Viðvík norður að Svartnesi, ásamt 100 m verndarjaðri til landsins og 1 km til sjávar.

Stærð

11,5 km2

Hlutfall lands: 17%
Hlutfall fjöru: 4%
Hlutfall sjávar: 80%

Svæðislýsing

Sjávarbjörg sem virðast aldrei hafa verið nýtt svo neinu nemi. Sauðfjárbeit.

Forsendur fyrir vali

Ein helsta fýlabyggð landsins, einnig nær teista alþjóðlegum verndarviðmiðum.

Fuglar

Forgangstegundir varpfugla
Tegund  Árstími  Fjöldi (pör) Ár  % af íslenskum stofni
Fýll Varp 56.415 2015 5
Teista Varp 200 1976 2

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um sjófuglabyggðina Viðvíkurbjörg.

Ógnir  

Skipaumferð og vindorkugarðar.

Aðgerðir til verndar

Setja almennar umgengnisreglur, þar á meðal um skotveiði. Tryggja að búsvæði og farleiðir fugla verði ekki skert.

Núverandi vernd

Engin.

Kortasjá

Viðvíkurbjörg í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.