Álftafjörður

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi og fugla. Það er að hluta innan tillögusvæðisins í Álftafjörður–Hamarsfjörður–Papey, sem tilnefnt er vegna sela.

Álftafjörður á Íslandskorti
Skeraleirur
Picture: Sigríður Kristinsdóttir

Álftafjörður.

Mörk

Álftafjörður, ásamt sjávarfitjum sunnan fjarðar og Starmýrarfjörum sem liggja fyrir mynni fjarðarins.

Stærð

58,1 km2

Hlutfall lands: 17%
Hlutfall fjöru: 82%
Hlutfall sjávar: <1%
Hlutfall fersks vatns: <1%

Svæðislýsing

Grunnur fjörður, með víðáttumiklum leirum og sjávarfitjum, þeim mestu á Austurlandi. Landbúnaður er á jörðum við fjörðinn. Einnig lítilsháttar æðardúntekja fisk- og fuglaveiðar og eggjataka.

Forsendur fyrir vali

Forgangslandvistgerðir eru sjávarfitjungsvist og gulstararfitjavist. Svæðið er alþjóðlega mikilvægur viðkomustaður vaðfugla á fartíma, einkum þó jaðrakans að vori. Fjöldi álfta á fjaðrafellitíma nær líka alþjóðlegum verndarviðmiðum.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Land Gulstararfitjavist 0,42 5
Land Sjávarfitjungsvist 1,79 12

Fuglar

Forgangstegundir far- og fellifugla
Tegund  Árstími  Fjöldi  Ár  % af íslenskum stofni
Álft Fellir 1.063 2005 4
Jaðrakan Far 4.000 1999–2002 10

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fjöru- og grunnsævissvæðið Álftafjörður.

Ógnir  

Landbúnaður, ferðaþjónusta, umferð og vegagerð, efnistaka.

Aðgerðir til verndar

Framræsla verði ekki meiri á svæðinu, endurheimt votlendis þar sem landnýting leyfir, gæta þess að næringarefni berist ekki frá landbúnaði og stilla beit í hóf. Tryggja að fjörur verði ekki skertar við vegagerð, malarnám eða aðrar framkvæmdir.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Hofsdalur, Tunga (Hofstunga), Hofsá, Geithellnadalur, (Múladalur) og Þrándarjökull 625
Álftafjörður 652

Kortasjá

Álftafjörður í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.