Þvottárskriður–Hvalnesskriður

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Þvottárskriður-Hvalnesskriður á Íslandskorti
Hvalnesskriður
Picture: Arnþór Garðarsson

Hvalnesskriður.

Mörk

Ströndin og grunnsævi frá Biskupshöfða sunnan Álftafjarðar og suður að Eystrahorni við Hvalnes.

Stærð

5,5 km2

Hlutfall lands: 36%
Hlutfall fjöru: 20%
Hlutfall sjávar: 45%
Hlutfall fersks vatns: <1%

Svæðislýsing

Ströndin er ýmist sendin eða grýtt og fremur brimasöm. Þjóðvegur liggur um skriðurnar og staldra ferðamenn þar mikið við enda útsýni fagurt og sérstætt.

Forsendur fyrir vali

Alþjóðlega mikilvægar fjaðrafellistöðvar fyrir æðarfugl mikið teistuvarp. Þá fer meginhluti íslenska hrafnsandarstofnsins þar um á vorin og síðsumars og fáeinir tugir fugla hafa vetursetu.

Fuglar

Forgangstegundir varp- og fellifugla
Tegund  Árstími  Fjöldi (pör) Ár  % af íslenskum stofni
Æður Fellir 10.000 1980 1
Teista Varp *120 1979 1
*Pör

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fjöru- og grunnsævissvæðið Þvottárskriður–Hvalnesskriður.

Ógnir  

Skipaumferð.

Aðgerðir til verndar

Tryggja vernd vistgerða.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Lónsfjörður og Hvalnes 626

Kortasjá

Þvottárskriður–Hvalnesskriður í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.