Lónsfjörður
Lónsfjörður
Svæðið er tilnefnt vegna fugla.
Lónsfjörður


Lónsfjörður.
Mörk
Að sunnanverður frá Seleyri um Hvalnesfjöru austur að Tófuhorni, að norðan afmarkast svæðið um 100 m frá fjöru um Hálsa, Land og Teiga.
Stærð
28,9 km2
Hlutfall lands: 14%
Hlutfall fjöru: 83%
Hlutfall sjávar: 3%
Hlutfall fersks vatns: <1%
Svæðislýsing
Sjávarlón austast í Lóni með miklum botngróðri, leirum og sjávarfitjum Votlendi er víða með bökkum. Helsti vaxtarstaður hinnar fágætu lónajurtar. Búfjárbeit fer minnkandi og lítils háttar hlunnindi eru af æðardúni.
Forsendur fyrir vali
Mikið af fuglum fer um Lón vor og haust og hefur þetta svæði alþjóðlega þýðingu fyrir álft á fartíma vor og haust og eins á fjaðrafellitíma. Allt að þriðjungur íslenska álftastofnsins hefur sést þar samtímis.
Fuglar
Tegund | Árstími | Fjöldi | Ár | % af íslenskum stofni |
---|---|---|---|---|
Álft | Fellir | 4.146 | 2005 | 16 |
Álft | Far | 9.000 | 2000–2016 | 35 |
Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fjöru- og grunnsævissvæðið Lónsfjörður.
Ógnir
Ferðamennska og frístundabyggð er vaxandi á svæðinu
Aðgerðir til verndar
Tryggja vernd vistgerða, lágmarka áhrif ferðamanna á fuglalíf, gæta þess að næringarefni og önnur mengun berist ekki í sjávarlónið.
Núverandi vernd
Aðrar náttúruminjar | Númer |
---|---|
Lónsfjörður og Hvalnes | 626 |
Kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018, uppfært 4. febrúar 2019, 26. maí 2020.