Fjallsá–Fagurhólsmýri

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Fagurhólsmýri-Fjallsá á Íslandskorti
Breiðamerkursandur
Picture: Erling Ólafsson

Breiðamerkursandur.

Mörk

Milli strandar og brekkuróta frá Fjallsá að Hnappavöllum, en þaðan og vestur fyrir Fagurhólsmýri eru mörkin að mestu fyrir neðan ræktarland á þessum bæjum.

Stærð

112,4 km2

Hlutfall lands: 77%
Hlutfall fjöru: 2%
Hlutfall sjávar: 2%
Hlutfall fersks vatns: 20%

Svæðislýsing

Var að mestu sandur með jökulám og lónum en gróður hefur vaxið mikið á síðustu öld eftir því sem jöklar hafa hörfað og árnar færst í færri farvegi. Mikil ferðamennska en landbúnaður hefur dregist saman.

Forsendur fyrir vali

Mesta skúmavarp landsins er á Breiðamerkursandi en hluti þess (austan Fjallsár) er nú innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Einnig fjaðrafellistaðir grágæsa og telst hvorutveggja alþjóðlega mikilvægt.

Fuglar

Forgangstegundir varp- og fellifugla
Tegund  Árstími  Fjöldi (pör) Ár  % af íslenskum stofni
Lómur Varp 30 2016 2
Grágæs Fellir *3.000 1970 5
Skúmur Varp 2.820 1985 52
*Fuglar

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fuglasvæðið Breiðamerkursandur–Fagurhólsmýri.

Ógnir

Ferðamennska.          

Aðgerðir til verndar

Kortleggja þarf betur útbreiðslu skúms á svæðinu og setja umgengisreglur í kjölfarið.

Núverandi vernd

Friðlýst svæði Flokkur friðlýsingar
Salthöfði og Salthöfðamýrar Friðland
Aðrar náttúruminjar Númer
Breiðamerkursandur, Jökulsárlón, jökulöldur við Kvíárjökul og Eystrihvammur 635
Hamrar milli Gljúfursár og Salthöfða 636

Kortasjá

Fjallsá–Fagurhólsmýri í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018.