Vattarnes
Vattarnes
Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða.
Vattarnes


Frá Vattarnesi.
Mörk
Fjörur í mynni Reyðarfjarðar við Vattarnes.
Stærð
0,28 km2
Hlutfall lands: <1%
Hlutfall fjöru: 47%
Hlutfall sjávar: 53%
Svæðislýsing
Sunnanvert nesið er grasivaxið með mýrarblettum, þar er viti og veðurathugunarstöð. Fjörubeðurinn er grýttur með skörðóttum klöppum og glufum sem veita skjól fyrir brimi sem er talsvert og mikið. Útivist er stunduð á svæðinu og landbúnaður á nálægri jörð.
Forsendur fyrir vali
Grófgerður og úfinn fjörubeðurinn er ríkur skjólsælum glufum og skorningum sem auðugt lífríki með fágætum tegundum, þrátt fyrir talsverða brimasemi og að ríkjandi vistgerðir séu brimasamar hnullunga- og hrúðurkarlafjörur. Klóþangsfjörur eru á svæðinu en hafa ekki verið kortlagðar sem skyldi.
Vistgerðir
Vistgerð | Km2 | % af heildarflatarmáli | |
---|---|---|---|
Fjara | Klóþangsfjörur | 0,03 | <1 |
Ógnir
Skipaumferð.
Aðgerðir til verndar
Tryggja viðunandi vernd vistgerða.
Núverandi vernd
Engin.
Kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.