Mýrdalur

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Mýrdalur á Íslandskorti
Mýrdalur
Picture: Borgþór Magnússon

Úr Mýrdal.

Mörk

Mýrlendissvæði upp af vesturhluta Dyrhólaóss, vesturmörk við brekkurætur Geitafjalls, frá Loftsalahelli að framræsluskurði sunnan Skarphóls, þaðan austur um eftir skurðum milli ræktarlands og úthaga, yfir Brandslæk og frá mótum hans og Deildará upp með Deildará til Rauðalækjar og síðan niður með honum til óssins.

Stærð

2,9 km2

Hlutfall lands: 99%
Hlutfall fjöru: <1%
Hlutfall fersks vatns: <1%

Svæðislýsing

Framræst mýrlendi í suðvestur- og neðsta hluta Mýrdals upp af Dyrhólaósi. Það heillegasta af mýrum á svæðinu sem lítið eða ekki hefur verið tekið til túnræktar. Frjósamt og lífríkt votlendi með miklu fuglalífi er tengist ósnum. Landbúnaðarsvæði, að mestu nýtt til beitar, lítilsháttar heyskaparland.

Forsendur fyrir vali

Síðustu heillegu leifar af votlendi Mýrdals, liggur upp af Dyrhólaósi og tengist honum. Svæðinu mætti gera til góða með endurheimt votlendis þar sem land er ekki nytjað lengur, t.d. undir Geitafjalli. Forgangsvistgerðir á svæðinu eru starungsmýravist og runnamýrarvist á láglendi.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Land Runnamýravist á láglendi 0,01 <1
Land Starungsmýravist 0,07 <1

Ógnir  

Framræsla, túnrækt, hrossabeit, ferðaþjónusta, vegagerð og bílaumferð.

Aðgerðir til verndar

Skorður við frekari framræslu, endurheimt votlendis þar sem landnýting leyfir og stilla beit hrossa í hóf. Tryggja þarf að vegagerð, skipulag og uppbygging ferðaþjónustu rýri ekki votlendisvistgerðir.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Dyrhólaós, Loftsalahellir, Reynisdrangar og Reynisfjall 708

Kortasjá

Mýrdalur í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.