Ytri-Rangá

Svæðið er tilnefnt vegna ferskvatnsvistgerða. Það nær yfir tillögusvæðið Fossabrekkur, sem tilnefnt er vegna jarðminja.

Ytri-Rangá á Íslandskorti
Ytri-Rangárbotnar
Picture: Náttúrustofa Kópavogs

Ytri-Rangárbotnar.

Mörk

Frá upptökum Ytri-Rangár í Rangárbotnum sunnan við Landmannaleið, til suðvesturs eftir árfarveginum og kvíslum henni tengdum, að Höfðalæk norðan við Svínahöfða.

Stærð

34,2 km2

Hlutfall lands: 97%
Hlutfall fersks vatns: 3%

Svæðislýsing

Vatnsmikil lindá sem fellur úr Rangárbotnum milli Heklu og Búrfells. Gróðurvin við Rangárbotna og sandauðnir í kring. Mjög vatnsmikil lind, þar sem m.a. hafa fundist grunnvatnsmarflær. Neðar koma fram stórar uppsprettur sem renna í Rangá. Við Galtalæk koma upp miklar uppsprettur, oft með miklum þrýstingi, sem mynda Galtalæk. Einnig eru smærri uppsprettur innan Galtalækjarskógar, en þar hafa fundist grunnvatnsmarflær. Á svæðinu er stunduð skógrækt og ferðaþjónusta, og frístundabyggð fer þar vaxandi.

Forsendur fyrir vali

Vatnsmiklar lindir þar sem fundist hafa grunnvatnsmarflær.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Ferskvatn Ár á yngri berggrunni 55,75* 1
Ferskvatn Kaldar lindir <0,01 5
*Lengd í km

Ógnir  

Frístundabyggð og ferðamennska, skógrækt, ágengar tegundir og námavinnsla. Mikil umferð ökutækja í næsta nágrenni. 

Aðgerðir til verndar

Tryggja vernd vistgerða. Til að ná fram skilvirkri vernd vatnavistgerða þarf að tryggja að jaðarsvæðum þeirra sé ekki raskað í að minnsta kosti 100 m fjarlægð frá þeim. Setja skorður við byggingum innan verndarjaðars og draga úr lífrænni mengun.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Hekla 730

Kortasjá

Ytri-Rangá í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.