Eystra-Gíslholtsvatn

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Eystra-Gíslholtsvatn á Íslandskorti
Mýrlendi norður af Eystra-Gíslholtsvatni
Picture: Sigmar Metúsalemsson

Mýrar norður af Eystra-Gíslholtsvatni (október 2019).

Mýrlendi norður af Eystra-Gíslholtsvatni
Picture: Anna Sveinsdóttir

Mýrar norður af Eystra-Gíslholtsvatni (júlí 2019).

Mörk

Mýrlendi norður af Eystra-Gíslholtsvatni sem liggur austan og norðan undir Gíslholtsfjalli allt norður til Kaldárholtslækjar sem fellur þar til Þjórsár. Vesturmörk eru með brekkurótum fjallsins en austurmörk fylgja Langalæk við austurjaðar mýrarinnar

Stærð

1,4 km2

Hlutfall lands: 100%
Hlutfall fersks vatns: <1%

Svæðislýsing

Lítt snortin hallamýri sem ekki hefur verið ræst fram. Á landsvæði þar sem mjög lítið er eftir af slíku landi óröskuðu. Landbúnaður á jörðum í nágrenninu og sumarhúsabyggð er austan við svæðið sunnanvert.

Forsendur fyrir vali

Óraskað mýrlendi sem fyrrum var mun útbreiddara í héraðinu. Forgangsvistgerðir eru starungsmýravist og runnamýravist á láglendi.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Land Runnamýravist á láglendi 0,25 <1
Land Starungsmýravist 0,41 <1

Ógnir  

Framræsla, hrossabeit, sumarhúsabyggð og önnur mannvirki. 

Aðgerðir til verndar

Takmarkanir við frekari framræslu og framkvæmdum á svæðinu, stilla beit í hóf.

Núverandi vernd

Engin.

Kortasjá

Eystra-Gíslholtsvatn í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.