Sauðholtsnes

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Sauðholtsnes á Íslandskorti
Sauðholtsnes
Picture: Sigmar Metúsalemsson

Sauðholtsnes.

Mörk

Víðáttumikið votlendissvæði austur af Þjórsá í Ásahreppi, að Steinslæk, norðurmörk sunnan ræktarlands jarða uppi í holtunum þar norður af, suðurmörk við útfall Steinslækjar í Þjórsá.

Stærð

17,7 km2

Hlutfall lands: 99%
Hlutfall fersks vatns: 1%

Svæðislýsing

Framræst mýrlendi, fremur heillegt með mýragróðri, ríkulegt fuglalíf. Sandeyrar við Þjórsá. Landbúnaður er á jörðum í nágrenninu. Einhver búfjárbeit er á svæðinu.

Forsendur fyrir vali

Stórt heillegt mýrlendi á svæði þar sem mýrum hefur mjög verið raskað með framræslu og teknar til ræktunar. Forgangsvistgerðir á svæðinu eru starungsmýravist og runnamýravist á láglendi

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Land Runnamýravist á láglendi 1,37 <1
Land Starungsmýravist 2,50 <1

Ógnir  

Framræsla og búfjárbeit.

Aðgerðir til verndar

Frekari framræsla verði ekki á svæðinu, endurheimt votlendis þar sem landnýting leyfir og stilla hrossabeit í hóf.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Sauðholtsnes 729

Kortasjá

Sauðholtsnes í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.