Hengladalir

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi og ferskvatnsvistgerða.

Hengladalir á Íslandskorti
Miðdalur í Hengladölum
Picture: Olga Kolbrún Vilmundardóttir

Miðdalur í Hengladölum.

Mörk

Svæðið nær yfir Innstadal, Miðdal og Fremstadal, frá Skarðsmýrarfjalli og Litla-Skarðsmýrarfjalli í suðri, norður að Hengli, og frá Húsmúla í vestri og austur undir Svínahlíð.

Stærð

10,1 km2

Hlutfall lands: 100%
Hlutfall fersks vatns: <1%

Svæðislýsing

Hengladalir eru hluti af einu stærsta háhitasvæði landsins. Um dalina rennur Hengladalsá og er nokkuð flatlendi í dalbotnunum. Gróður er gróskumikill og er mikið votlendi í Miðdal og Fremstadal. Jarðhitinn er nýttur á svæðinu. Heiðarnar eru nýttar fyrir sauðfjárbeit. Útivist og umferð ferðamanna hefur aukist á svæðinu.

Forsendur fyrir vali

Jarðhitinn á svæðinu er fjölbreyttur og er mýrahveravist mest einkennandi fyrir svæðið en einnig móahveravist og hveraleirsvist. Þar er fjöldi jarðhitalækja og er fjölbreytni þeirra mikil m.t.t. efna- og eðlisþátta sem endurspeglast í lífríki þeirra. Lækirnir hafa mikið verið rannsakaðir og því er þekking á lífríki þeirra mikil. Yfirborðsvatn er töluvert, sem er sjaldgæft á háhitasvæðum.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Land Hveraleirsvist <0,01 <1
Land Móahveravist <0,01 2
Land Mýrahveravist 0,02 16
Ferskvatn Jarðhitalækir    

Ógnir  

Helstu ógnir eru nýting jarðhitans til orkuvinnslu og ágangur ferðamanna.

Aðgerðir til verndar

Takmarka og stýra þarf umferð gangandi fólks um svæðið og tryggja að allar framkvæmdir taki mið af vernd vistgerða.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Hengilssvæðið 752

Kortasjá

Hengladalir í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018.