Krýsuvíkurberg

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Krýsuvíkurberg á Íslandskorti
Krýsuvíkurberg
Picture: Arnþór Garðarsson

Krýsuvíkurberg.

Mörk

Sjávarbjarg austan við Grindavík á sunnanverðum Reykjanesskaga, frá Keflavík í austri að Svörtuloftum í vestri, ásamt 100 m verndarjaðri til landsins og 1 km til sjávar.

Stærð

8,7 km2

Hlutfall lands: 10%
Hlutfall fjöru: 4%
Hlutfall sjávar: 85%

Svæðislýsing

Allstórt fuglabjarg með klapparfjöru eða stórgrýti. Vinsæll útsýnis- og fuglaskoðunarstaður. Hefðbundin nýting hlunninda (eggjataka) er nú aflögð.

Forsendur fyrir vali

Alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð og ná rita, langvía og álka alþjóðlegum verndarviðmiðum.

Fuglar

Forgangstegundir varpfugla
Tegund  Árstími  Fjöldi (pör) Ár  % af íslenskum stofni
Rita Varp 46.564 2005 8
Langvía Varp 8.785 2007 1
Álka Varp 4.127 2007 1

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um sjófuglabyggðina Krýsuvíkurberg.

Ógnir  

Vaxandi ferðamannastraumur og ólöglegt fugladráp.

Aðgerðir til verndar

Liggur innan Reykjanesfólkvangs. Setja þarf umgengnisreglur fyrir bjargið og herða eftirlit innan fólkvangsins. Styrkja búsvæðavernd í stjórnunar- og verndaráætlun.

Núverandi vernd

Friðlýst svæði Flokkur friðlýsingar
Reykjanesfólkvangur Fólkvangur

Kortasjá

Krýsuvíkurberg í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018.