Eldey
Eldey
Svæðið er tilnefnt vegna fugla.
Eldey


Eldey.
Mörk
Eldey suðvestur af Reykjanesi ásamt 2 km verndarjaðri umhverfis eyjuna.
Stærð
12,6 km2
Hlutfall lands: <1%
Hlutfall sjávar: 100%
Svæðislýsing
Gróðursnauð há og þverhnípt klettaeyja. Fiskveiðar eru stundaðar í grennd við eyjuna en fuglanytja eru fyrir löngu aflagðar.
Forsendur fyrir vali
Lengst af mesta súlubyggð landsins en nú verpa þar um 40% íslenska stofnsins.
Fuglar
Tegund | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | % af íslenskum stofni |
---|---|---|---|---|
Súla | Varp | 14.810 | 2013–2014 | 40 |
Sjá einnig ítarlegri upplýsingar um fuglasvæðið Eldey.
Ógnir
Mikil skipaumferð er skammt undan með tilheyrandi hættu á mengunarslysum.
Aðgerðir til verndar
Eldey er fyrsta friðland fugla hér á landi, frá árinu 1940, en núverandi friðlýsingarskilmálar eru frá 1974. Ákvæði í friðlýsingarskilmálum eru talin að mestu fullnægjandi en kanna þarf nauðsyn þess að takmarka umferð skipa í grennd við eyjuna.
Núverandi vernd
Friðlýst svæði | Flokkur friðlýsingar |
---|---|
Eldey | Friðland |
Kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.