Kalmanstjörn–Garðskagi

Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða og fugla.

Kalmanstjörn-Garðskagi á Íslandskorti
Ósabotnar á Garðskaga
Picture: Sigríður Kristinsdóttir

Úr Ósabotnum.

Mörk

Fjara og grunnsævi frá Stekkjarvík sunnan Kalmanar norður fyrir Garðskaga og að Garðshöfn, ásamt Ósum austan Hafna.

Stærð

12,9 km2

Hlutfall lands: 8%
Hlutfall fjöru: 65%
Hlutfall sjávar: 27%
Hlutfall fersks vatns: <1%

Svæðislýsing

Syðst eru brimasamar klettafjörur og ná þær að þorpinu í Höfnum. Þá taka Ósar við sem eru grunnur vogur og flokkast sem háseltulón. Fjaran þar er víða allgrýtt, sand og leirborin með með lítilli brimasemi. Fyrir norðan taka síðan aftur við brimasamar klettafjörur en frá Stafnesi og norður úr þangfjörur með leirublettum. Þrír þéttbýliskjarnar með tilheyrandi starfsemi liggja að svæðinu. Dregið hefur úr hefðbundnum landbúnaði, nú er lítils háttar fjörubeit og sums staðar veruleg æðardúntekja. Vinsælt útvistarsvæði.

Forsendur fyrir vali

Við Ósa eru allstórar sandmaðksleirur, klóþangsfjörur og klóþangsklungur, auk margbreytilegra fjörugerða og auðugs lífríkis. Fjölbreytt fuglalíf árið um kring. Á fartíma á vorin eru stórir hópar vaðfugla í fjörum og hefur sanderla náð alþjóðlegum verndarviðmiðum, en henni hefur fækkað á þessum slóðum  á síðari árum. Svæðið er einnig alþjóðlega mikilvægt fyrir æðarvarp og straumendur og sendlinga á vetrum.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Fjara Klóþangsfjörur 4,76 7
Fjara Klóþangsklungur 0,10 <1
Fjara Sandmaðksleirur 0,75 <1

Fuglar

Forgangstegundir fugla
Tegund  Árstími  Fjöldi Ár  % af íslenskum stofni
Æður Varp *3.000 1999 1
Straumönd Vetur 153 1999 1
Sanderla Far 1.300 1989 1
Sendlingur Vetur 612 2005–2008 1
*Pör

Sjá einnig ítarlegri upplýsingar um fuglasvæðið Kalmanstjörn–Garðskagi.

Ógnir  

Skerðing fjöru, einkum á hafnarsvæði við Sandgerði, og ófullnægjandi hreinsun skólps. Vaxandi umferð ferðafólks og uppbygging. Vegaframkvæmdir sem skerða tjarnir svæðisins.

Aðgerðir til verndar

Tryggja að fjörusvæði verði ekki skert frekar. Stýra umferð ferðafólks um svæðið, sérstaklega á tímum þegar farfuglar safnast í fjörurnar.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Ósar 107
Fjörur og tjarnir á Rosmhvalanesi 108

Kortasjá

Kalmanstjörn–Garðskagi í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 2. apríl 2019, 26. maí 2020.