Hólmsá

Svæðið er tilnefnt vegna ferskvatnsvistgerða.

Hólmsá á Íslandskorti
Hólmsá
Picture: Anna Sveinsdóttir

Hólmsá.

Mörk

Ofanverð Hólmsá, frá Framgili norðan Atleyjar upp að Hólmsárlóni, sem og lónið ásamt landsvæði upp frá því og Stóralæk austur af Háöldu.

Stærð

9,8 km2

Hlutfall lands: 77%
Hlutfall fersks vatns: 23%

Svæðislýsing

Lindá sem kemur upp í Hólmsárbotnum suðaustur af Torfajökli. Í hana falla miklar lindir, þar á meðal Brytalækir að vestan og eins jökulkvíslar undan Mýrdalsjökli, uns hún sameinast Kúðafljóti við austurmörk Mýrdalssands. Hólmsá rennur víða í gljúfrum og í ánni eru fjölmargir hólmar og nokkrir fossar. Töluvert helsingjavarp er á svæðinu. Sauðfjárbeit á bökkum.

Forsendur fyrir vali

Staðbundin bleikja að Hólmsárfossi, en áin virðist fisklaus þar fyrir ofan. Fjölbreytt vatnakerfi með lindarlækjum auk jökulvatns.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Ferskvatn Ár á yngri berggrunni 3,75* <1
Ferskvatn Kaldar lindir <0,01 <1
* Lengd í km

Ógnir  

Virkjunaráform.         

Aðgerðir til verndar

Tryggja vernd vistgerða. Til að ná fram skilvirkri vernd vatnavistgerða þarf að tryggja óskert vatnsrennsli og að jaðarsvæðum þeirra sé ekki raskað í að minnsta kosti 100 m fjarlægð frá þeim.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Eldgjá 706
Emstrur og Fjallabak 761

Kortasjá

Hólmsá í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.