Ginhafri (Arrhenatherum elatius)
Ginhafri (Arrhenatherum elatius)

Útbreiðsla
Ginhafrinn hefur vex aðeins á einum stað villtur á Íslandi, í bröttum brekkum undir fuglabjargi við Pétursey í Mýrdal. Ekki er ólíklegt að hann hafi borist þangað með fuglum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Graslendi.
Lýsing
Stórvaxin grastegund sem er oft metri eða meira á hæð, með grönnum, gulgrænum punti (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Blað
Blöð flöt og nokkuð breið (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Blóm
Punturinn er gulgrænn og standa knébeygðar týtur út úr honum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Aldin
Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).
Válisti
VU (tegund í nokkurri hættu)
Ísland | Heimsválisti |
---|---|
VU | NE |
Forsendur flokkunar
Ginhafri flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 20 hektarar. Tegundin finnst á einum fundarstað á sunnanverðu landinu.
Viðmið IUCN: D2
D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.
D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.
Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)
Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)
Eldri válistar
Válisti 2008: Ginhafri er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).
Válisti 1996: Ginhafri er á válista í hættuflokki EN (í hættu).
Höfundur
Was the content helpful Back to top
Thank you!