Hlíðaburkni (Cryptogramma crispa)
Hlíðaburkni (Cryptogramma crispa)


Útbreiðsla
Mjög sjaldgæfur á Íslandi, aðeins fundinn á tveim stöðum á Vestfjörðum en þar er töluvert mikið af honum (Hörður Kristinsson 1998).
Búsvæði
Brattar og grýttar hlíðar.
Lýsing
Lágvaxinn burkni (8–15 sm) með þrífjöðruð blöð og fjaðursepótta þriðju gráðu smábleðla.
Blað
Láréttur jarðstöngull. Blöðin ljósgræn, margskipt, þrífjöðruð, 3–7 sm á lengd, á löngum stilk. Smábleðlar þriðju gráðu fjaðursepóttir (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Gróbæru blöðin jafn mikið samsett og hin en bleðlarnir striklaga, verða nær sívalir, þar sem hliðarrendurnar verpast niður yfir gróblettina (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Hlíðaburkninn er ólíkur öllum öðrum íslenskum burknum og því auðþekktur frá þeim á blaðlöguninni.
Válisti
VU (tegund í nokkurri hættu)
Ísland | Heimsválisti |
---|---|
VU | NE |
Forsendur flokkunar
Hlíðaburkni flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 3 km2 auk þess sem einungis 3 fundarstaðir eru þekktir.
Viðmið IUCN: D2
D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.
D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.
Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)
Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)
Eldri válistar
Válisti 2008: Hlíðaburkni er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).
Válisti 1996: Hlíðaburkni er á válista í hættuflokki EN (í hættu).
Verndun
Hlíðaburkni er friðaður samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda.
Höfundur
Was the content helpful Back to top
Thank you!