Fjallabrúða (Diapensia lapponica)

Mynd af Fjallabrúða (Diapensia lapponica)
Picture: Hörður Kristinsson
Fjallabrúða (Diapensia lapponica)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæf, aðeins á Norður- og Norðausturlandi. Útbreiðsla hennar á Norðurlandi er all sérstæð þar sem hún er einkum á fjöllum nærri ströndinni. Það er fyrst nýlega sem hennar hefur orðið vart langt inni í landi á Skagafjarðarhálendinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Uppi á brúnum eða bungum sem standa að mestu upp úr snjó á veturna, oftast í fremur rökum lyngjarðvegi, einkum til fjalla.

Lýsing

Mjög lágvaxin planta (2–8 sm) sem hefur smávaxin, sígræn, skinnkennd blöð sem mynda þófa í sverðinum. Blómstar hvítum, fimmdeildum blómum í júní.

Blað

Blöðin eru í þéttum hvirfingum, oft á mörgum, blómlausum blaðsprotum, heilrend, aflöng eða spaðalaga, sígræn, fremur þykk og skinnkennd, hárlaus og með niðurbeygðum jöðrum, 5–10 mm á lengd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 10–12 mm í þvermál. Krónublöðin hvít. Bikarblöðin snubbótt, gulgræn eða rauðmenguð með mjóum himnujaðri. Fræflar fimm, frævan þríblaða með einum löngum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Óblómgaðir geta sprotarnir minnt á sauðamerg. Blómin eru ekki ósvipuð og á þúfusteinbrjót en frá honum er hún auðþekkt á blöðunum.

Útbreiðsla - Fjallabrúða (Diapensia lapponica)
Útbreiðsla: Fjallabrúða (Diapensia lapponica)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |