Stinnasef (Juncus squarrosus)
Stinnasef (Juncus squarrosus)

Útbreiðsla
Afar sjaldgæf jurt á Íslandi, fundin á nokkrum stöðum á Austfjörðum og fjórum stöðum í Strandasýslu á Vestfjörðum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Hálfdeigja.
Lýsing
Þetta er stórvaxið sef, blöðin stinn og rennulaga, nokkuð gróf, í þéttum toppum sem geta orðið meir en metri í þvermál.
Blað
Þetta er stórvaxið sef, blöðin stinn og rennulaga, nokkuð gróf, í þéttum toppum sem geta orðið meir en metri í þvermál (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Blóm
Blómin eru brún og standa gjarnan í þyrpingum á tveim hæðum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Greining
Minnir á dökkasef en blómhlífarblöðin hafa breiðari himnufald, blómskipunin ljósari, aldinin minni.
Válisti
VU (tegund í nokkurri hættu)
Ísland | Heimsválisti |
---|---|
VU | NE |
Forsendur flokkunar
Stinnasef flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem stofninn er talinn lítill og telji færri en 1000 fullþroska einstaklinga auk þess sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 12 km2.
Viðmið IUCN: D2
D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.
D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.
Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)
Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)
Eldri válistar
Válisti 2008: Stinnasef er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).
Válisti 1996: Stinnasef er ekki á válista.
Höfundur
Was the content helpful Back to top
Thank you!