Vatnamynta (Mentha aquatica)
Vatnamynta (Mentha aquatica)

Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf á Íslandi, aðeins fundin á tveim stöðum og eingöngu við laugar. Talið er að vatnamyntan hafi borist til landsins snemma á síðustu öld (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Hefur aðeins fundist við tvær laugar hér á landi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Lýsing
Fremur hávaxin jurt (30–60 sm) með sterkum ilm, rauðleitum stilk og þykkum, dökkum blöðum. Blómin eru rauðbleik, saman í kolli.
Blað
Stöngull uppréttur og grófur, ógreindur eða greindur, rauðleitur, oftast dúnhærður. Blöð þykk, dökkgræn og oft nokkuð fjólubláleit, stuttleggjuð, breiðegglaga til nær kringlótt, hvasstennt eða með snubbóttum tönnum (Lid og Lid 2005). Laufblöðin eru krossgagnstæð. Jurtin hefur sterkan ilm (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Blóm
Blóm vatnamyntunnar rauðbleik og minna á blóm blóðbergsins. Þau standa þétt saman í aflöngum kolli og mynda stundum viðbótarhvirfingar neðar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Höfundur
Was the content helpful Back to top
Thank you!