Blátoppa (Sesleria albicans)
Blátoppa (Sesleria albicans)


Útbreiðsla
Sjaldgæf grastegund, aðeins fundin á nokkru svæði á höfuðborgarsvæðinu og í næsta nágrenni og á Fagurhólsmýri (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Gras- og lyngmóar.
Lýsing
Meðalhá grastegund (15–60 sm) með stuttum, brúnum axleitum punti. Blómgast í maí–júní.
Blað
Blaðsprotar með alllöngum, 2–4 mm breiðum blöðum, samanbrotnum að endilöngu. Slíðurhimnan örstutt (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin í stuttum (1,5–2 sm), langegglaga, þéttum, axleitum punti. Smáöxin tvíblóma. Axagnir 4–5 mm langar, himnukenndar, glærar með dökkri broddyddri miðtaug. Neðri blómögn breið, fimm- til sjötauga, bláfjólublá ofan til og myndar miðtaugin stuttan bláan brodd upp úr smáaxinu (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).
Greining
Líkist engri annarri íslenskri tegund.
Válisti
VU (tegund í nokkurri hættu)
Ísland | Heimsválisti |
---|---|
VU | NE |
Forsendur flokkunar
Greinileg fækkun fundarstaða hefur verið skráð á suðvestanverðu landinu undanfarin ár en það ásamt ofangreindum ástæðum eru ástæður þess að blátoppa flokkast sem tegund í nokkurri hættu.
Viðmið IUCN: B1, 2ab(ii,iii,iv)
B1. Útbreiðsla áætluð minni en 100 km2
Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)
Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)
Eldri válistar
Válisti 2008: Blátoppa er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).
Válisti 1996: Blátoppa er á válista í hættuflokknum VU (í yfirvofandi hættu).
Höfundur
Was the content helpful Back to top
Thank you!