Hnotsörvi (Zannichellia palustris)
Hnotsörvi (Zannichellia palustris)

Útbreiðsla
Fremur sjaldgæf jurt, vantar í suma landshluta (Hörður Kristinsson 1998).
Búsvæði
Grunn síki eða vatnsrásir á láglendi, oft í lænum sem hálfsalt vatn fellur inn í á flóði. Finnst einnig við jarðhita, lengra inni í landi (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).
Lýsing
Fíngerð, fremur lágvaxin (15–30 sm) vatnajurt með mjó blöð og bjúglaga aldin í blaðöxlunum. Blómgast í júlí.
Blað
Fíngerð, marggreind jurt. Blöðin gagnstæð eða kransstæð, oftast þrjú í kransi, 1,5–5 sm á lengd, þráðmjó (0,3 mm), með himnukenndum slíðrum (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin í blaðöxlunum, einkynja, venjulega eitt karlblóm og eitt kvenblóm í hverjum blaðkransi. Kvenblómin hafa þrjár til fimm frævar (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinin bjúglaga, 2–3 mm á lengd, með smá trjónu í endann (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist þráðnykru og smánykru, hnotsörvið þekkist best á hinum bjúglaga aldinum í blaðöxlunum.
Höfundur
Was the content helpful Back to top
Thank you!