Hrafnsönd (Melanitta nigra)

Hrafnsönd (Melanitta nigra)
Picture: Daníel Bergmann

Hrafnsönd (Melanitta nigra).

Hrafnsönd (Melanitta nigra)
Picture: Daníel Bergmann

Hrafnsönd (Melanitta nigra) ♂.

Hrafnsönd (Melanitta nigra)
Picture: Daníel Bergmann

Hrafnsönd (Melanitta nigra).

Útbreiðsla

Hrafnsönd verpur í Norður-Evrópu og í Síberíu austur fyrir Tamírskaga. Hún er sjaldgæfur og staðbundinn varpfugl hér á landi og verpur nær eingöngu í Þingeyjarsýslum og langmest við Mývatn. Er farfugl að mestu en tugir vetursetufugla hafa stundum fundist við Hvalnes- og Þvottárskriður allt frá 1977 (Arnþór Garðarsson, óbirt heimild; Fuglaathugunarstöð Suðausturlands, óbirt gögn). Þar er jafnframt helsti viðkomustaður hrafnsandar hér á landi á vorin og fram eftir sumri, þar sem mörg hundruð og jafnvel yfir 1.000 fuglar hafa sést (Fuglaathugunarstöð Suðausturlands, óbirt gögn).

Stofn

Hrafnsandarstofninn hefur vaxið upp á síðkastið og er nú 400−600 pör (Náttúru­rannsóknastöðin við Mývatn, óbirt gögn; Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn).

Válisti

LC (ekki í hættu)

Ísland Evrópuválisti Heimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 7,5 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1995–2018

Nær allur íslenski hrafnsandarstofninn verpur í Þingeyjarsýslum og þá aðallega við Mývatn. Þar hefur fuglunum fjölgað mikið upp á síðkastið (Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn) og hið sama á við um önnur vötn á svæðinu (Yann Kolbeinsson o.fl. 2018). Hrafnsönd uppfyllir því ekki lengur skilyrði til að vera á válista.

Hrafnsönd var á Válista 2000 sem tegund í nokkurri hættu (VU) vegna þess að stofninn var talinn minni en 1.000 kynþroska einstaklingar.

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Hrafnsönd var flokkuð sem tegund í nokkurri hættu (VU).

Verndun

Hrafnsönd er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Engir varp-, viðkomu-, fjaðrafellistaðir eða vetrarstöðvar hér á landi teljast alþjóðlega mikilvægar fyrir hrafnsendur.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa = 9.000 fuglar/birds; 3.000 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: A4 i

English summary

The Melanitta nigra population in Iceland is estimated 400–600 pairs. No areas in Iceland meet IBA criteria for this species.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC), downlisted from Vulnerable (VU) in 2000.


Heimildir

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Yann Kolbeinsson, Árni Einarsson, Arnþór Garðarsson, Aðalsteinn Örn Snæþórsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson 2018.  Ástand fuglastofna í Þingeyjarsýslum árið 2017. Náttúrustofa Norðausturlands og Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn. NNA-1802.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |