Brandugla (Asio flammeus)

Brandugla (Asio flammeus)
Picture: Daníel Bergmann

Brandugla (Asio flammeus).

Þéttleiki brandugluvarps á Íslandi

Þéttleiki brandugluvarps á Íslandi er mestur á dekkstu svæðunum – The density of Asio flammeus breeding sites/territories in Iceland is highest in the darkest shaded areas.

Útbreiðsla

Brandugla er útbreiddur varpfugl víða um heim og verpur í N- og S-Ameríku, Evrópu og Asíu til Kyrrahafs. Hún er farfugl að mestu.

Stofn

Brandugla náði fótfestu hér á landi um 1930 og var um 1990 giskað á að hér yrpu 100−200 pör (Umhverfisráðuneytið 1992). Branduglum fjölgaði greinilega upp úr 2000 og fram undir 2010 en nú virðist hafa hægt á þeirri fjölgun. Alls voru skráð um 220 óðul á árunum 2000‒2016 (Náttúrufræðistofnun, óbirt gögn) en óvíst er hversu hátt hlutfall það er af öllum brand­ugluóðulum á landinu. Varpstofninn á þeim árum hefur væntanlega verið a.m.k. nokkur hundruð pör, jafnvel 300‒500 og er varpið þéttast á Suðvestur- og Norðausturlandi (sjá kort).

Válisti

NT (í yfirvofandi hættu)

Ísland Evrópuválisti Heimsválisti
NT* LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 7,2 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1996–2018

Brandugla er fremur fáliðaður varpfugl (<1.000 kynþroska einstaklingar) og ætti því að teljast í nokkurri hættu (VU). Afar líklegt er að hún gæti numið hér land að nýju miðað við þekktar komur hennar hingað og er hún því færð niður um einn hættuflokk samkvæmt leiðbeiningum IUCN og flokkuð sem tegund í yfirvofandi hættu (NT).

Viðmið IUCN: (D1)

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.
1. Stofn talinn vera minni en 1000 kynþroska einstaklingar.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Brandugla var flokkuð sem tegund í nokkurri hættu (VU).

Verndun

Brandugla er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Um 30% af þekktum brandugluóðulum 2000‒2016 eru innan mikilvægra fuglasvæða, þar af um 16% á Suðurlandsundirlendi og um 10% á svæðinu Borgarfjörður–Mýrar–Löngufjörur.

IBA viðmið – IBA criteria:

B2: Species of European conservation concern (categories 1−3)

English summary

Asio flammeus colonized Iceland in the early 20th century and has remained rare since, with a few hundred pairs breeding. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2018: Near threatened (NT), downlisted from Vulnerable (VU) in 2000.

Heimildir

Umhverfisráðuneytið 1992. Iceland: national report to UNCED. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |