Skógarsnípa (Scolopax rusticola)

Útbreiðsla

Skógarsnípa er varpfugl víða í Evrópu og Asíu austur til Kyrrahafs. Hún er farfugl að mestu og dvelst á vetrum í V- og S-Evrópu, N-Afríku og hér og hvar í S-Asíu.

Stofn

Skógarsnípur hafa flækst hingað um langt skeið og hafa flestir fuglanna sést á haustin en einnig á veturna og stundum á vorin (Bliki 1981-, Gunnlaugur Pétursson og Gunnlaugur Þráinsson 1999). Frá því á áttunda áratug síðustu aldar hefur orðið vart óðalsfugla í skóglendi hér og hvar á landinu en varp var ekki staðfest fyrr en 2003 (Bjarni Diðrik Sigurðsson og Borgþór Magnússon 2004). Væntanlega verpa skógarsnípur hér meira eða minna árlega en erfitt er að meta hversu margir fuglarnir eru, e.t.v nokkrir tugir para.

Válisti

VU** (í nokkurri hættu)

Ísland Evrópuválisti Heimsválisti
VU** LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 6,3 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir):

Íslenski skógarsnípustofninn er lítill (líklega <50 kynþroska einstaklingar) og ætti því að teljast í bráðri hættu (CR). Hér er skógarsnípa færð niður um tvo flokka samkvæmt leiðbeiningum IUCN vegna þess að ekki er hægt að tala um einangraðan stofn sem er að auki <1% Evrópustofns og eins eru miklar líkur á að hún gæti numið land hér að nýju. Skógarsnípa er því flokkuð sem tegund í nokkurri hættu (VU).

Viðmið IUCN: (D)

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Skógarsnípa var ekki á válista.

Verndun

Skógarsnípa er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

IBA viðmið – IBA criteria:

Engin/none.

English summary

Scolopax rusticola is a recent and rare breeding bird in Iceland with probably a few dozen pairs breeding annually. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2018: Vulnerable (VU, D). Not applicable (NA) in 2000.

Heimildir

Bjarni Diðrik Sigurðsson og Borgþór Magnússon, 2004. Skógarsnípa: nýr varpfugl finnst í furuskógi á Skorradal. Skógræktarritið 2004: 14 – 17.

Bliki: Tímarit um fugla 1981- . Sjaldgæfir fuglar á Íslandi. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Gunnlaugur Pétursson og Gunnlaugur Þráinsson 1999. Sjaldgæfir fuglar á Íslandi fyrir 1981. – Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 37. 246 bls.

Jóhann Óli Hilmarsson 2011- . Sjaldgæfir varpfuglar.  Fuglar, nr 8 og áfram.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |