Kolufossar

Svæðið er tilnefnt vegna jarðminja.

Kolufossar á Íslandskorti
Kolufossar í Víðidalsá
Picture: Ólafur Páll Jónsson

Kolufossar.

Kolugil í Víðidalsá
Picture: Ólafur Páll Jónsson

Kolugil.

Mörk

Mörk miðast við gljúfur og fossa í Víðidalsá í Víðidal, nyrðri mörk eru rétt sunnan við bæinn Hvarf og þau syðri á móts við bæinn Kolugil. Miðað er við 200 m jaðarsvæði frá bakkabrún árinnar. 

Stærð

0,5 km2

Lýsing

Efst í Kolugljúfri í Víðidal er röð vatnsmikilla fossa, Kolufossa. Þar má nefna Efrifoss, Kolufoss og Neðri-Kolufoss. Gljúfrið er þröngt, um 1 km að lengd og 30 m djúpt og hefur grafist í gegnum um 3 milljóna ára gömul basalthraunlög og millilög. Bílfær brú liggur yfir ána á milli fossanna og eru útsýnisstaðir beggja vegna gljúfursins. Umhverfið einkennist af hefðbundnum landbúnaðarháttum.

Flokkun

Grunnflokkur: Virk ferli landmótunar/berggrunnur

Flokkur: Vatnafar og jöklar

Gerð: Fossar, rofsfossar

Forsendur fyrir vali

Vatnsmiklir og tilkomumiklir fossar.

Ógnir

Aukin ásókn ferðamanna og vatnsaflsvirkjanir.

Aðgerðir til verndar

Innviðauppbygging og stjórnun gangandi umferðar. Tryggja þarf að vatnsrennsli verði ekki skert.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Nr.
Kolugil og Bakkabrúnir í Víðidal 406

Kortasjá

Kolufossar í kortasjá

Útgáfudagsetning

3. desember 2020.