Fossar í Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará
Fossar í Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará
Svæðið er tilnefnt vegna jarðminja. Það er innan tillögusvæðisins Drangajökull, sem einnig er tilnefnt vegna jarðminja.
Fossar í Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará


Hvarlárfoss í Hvalá.

Drynjandi í Hvalá.

Rjúkandifoss í Rjúkanda.

Foss 1 í Eyvindarfjarðará.

Foss 2 í Eyvindarfjarðará

Foss 3 í Eyvindarfjarðará

Foss 4 í Eyvindarfjarðará

Foss 5 í Eyvindarfjarðará

Foss 6 í Eyvindarfjarðará

Foss 7 í Eyvindarfjarðará

Foss 8 í Eyvindarfjarðará

Foss 9 í Eyvindarfjarðará

Foss 10 í Eyvindarfjarðará

Foss 11 í Eyvindarfjarðará
Mörk
Mörk miðast við fossa í ánum Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará, frá neðstu fossum við ósa að efstu fossum á heiðarbrúnum auk jaðarsvæða. Gert er ráð fyrir 200 m jaðarsvæði frá miðlínu ánna en þar sem þær eru hvað breiðastar er miðað við 200 m jaðarsvæði frá bakka.
Stærð
8,92 km2
Lýsing
Árnar þrjár eiga upptök sín á Ófeigsfjarðarheiði. Á heiðinni er fjöldi stöðuvatna og tjarna og árnar falla í röð fossa og flúða allt til ósa. Árnar Hvalá og Rjúkandi falla af heiðinni niður í Ófeigsfjörð. Í Rjúkanda er Rjúkandifoss, sem dregur nafn sitt af miklum úða sem þeytist út frá fossinum. Í Hvalá ofan Hvalárgljúfra er fossinn Drynjandi, sem hefur einnig nafnið Gljúfrabúi. Báðir eru fossarnir vatnsmiklir og með tært, blátt vatn. Neðar í Lambatungum sameinast Hvalá Rjúkanda og verður eitt mesta vatnsfall á Vestfjörðum. Skammt ofan Hvalárósa er Hvalárfoss þar sem áin fellur fram af hraunlögum við Hvalárhólma. Eyvindará kemur úr sunnanverðum Drangajökli og Efra- og Neðra-Eyvindarfjarðarvatni og fellur til sjávar í Eyvindarfirði. Áin steypist í stöllum allt frá Neðra-Eyvindarfjarðarvatni og eru Eyvindarárfossar fossaröð sem jafnframt er tilkomumikil séð af sjó.
Svæðið er norðan nyrstu byggðar og er enn lítið snortið.
Flokkun
Grunnflokkur: Virk ferli landmótunar
Flokkur: Rof og setmyndun. Vatnafar og jöklar
Gerð: Fossar, rofsfossar
Forsendur fyrir vali
Svæðið er lítt raskað og eru fossaraðirnar í ánum ein mesta perla þeirra víðerna sem kennd eru við Drangajökul.
Ógnir
Fyrirhuguð virkjun Hvalár og mannvirkjagerð í tengslum við hana.
Aðgerðir til verndar
Tryggja að rennsli til fossanna verði óskert.
Núverandi vernd
Engin.
Kortasjá
Fossar í Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará í kortasjá
Útgáfudagsetning
3. desember 2020.