Húnaflói

Svæðið er tilnefnt vegna sela.

Húnaflói á Íslandskorti
Húnaflói, frá Heggstaðanesi
Picture: Anna Sveinsdóttir

Húnaflói, frá Heggstaðanesi.

Mörk

Strandlengja, eyjar og sker í Húnaflóa innan fimm aðskildra svæða. Þau eru Kaldbaksvík suður að Grímsey að meðtöldum Þorkelsskerjum, Kollafjörður, Hrútafjörður að vestanverðu frá Guðlaugshöfða að Hrútey, Heggstaðanes frá Skriðulæk að ósum Miðjarðarár og Vatnsnes frá Skarði að Teistutanga.

Stærð

188,8 km2

Hlutfall lands: <1%
Hlutfall fjöru: 6%
Hlutfall sjávar: 94,1%
Hlutfall fersks vatns: <1%

Svæðislýsing

Húnaflói er breiður flói á milli Stranda og Skaga. Hann er um 50 km breiður og 100 km langur. Inn af honum ganga nokkrir ólíkir og misstórir firðir þar sem eru margir sveitabæir og búskapur stundaður. Meðal hlunninda teljast selveiðar (til dæmis í Ófeigsfirði), fiskveiðar, fugla- og eggjataka (til dæmis í Grímsey) og dúntekja víðast hvar. Á síðari árum hefur auk þess verið fiskeldi og kræklingavinnsla í Steingrímsfirði og viðamikil laxveiði í Húnaþingi. Á svæðinu er ríkulegt fuglalíf og selur kæpir víða á eyjum og skerjum meðfram ströndinni. Frístundabyggð og ferðaþjónusta er vaxandi á svæðinu, þar með talið sjávartengd ferðamennska þar sem skoðaðir eru hvalir í fjörðum og selir í látrum, bæði frá sjó og af landi.

Forsendur fyrir vali

Í Húnaflóa hafa verið landselslátur með samtals yfir 2800 selum og allt að 29% af heildarstofninum en þar hefur selum fækkað mikið á undanförnum árum. Stærstu látrin (>1900 selir) eru við Vatnsnes en einnig eru stór látur í Kollafirði (>200), V-Hrútafirði (>300) og á Heggstaðanesi (>400).

Selir

Tegund  Lægsti fjöldi* Hæsti fjöldi* Hæsta % af
Norðvesturstofni 
Hæsta % af
íslenskum stofni
Núverandi % af
íslenskum stofni
Landselur 261 (2016) 2822 (1985) 72,3 (2003) 29 (1995) 13,6 (2018)
*Árin 1980–2018

Ógnir

Þættir sem taldir eru geta haft áhrif á fækkun sela eru veiðar, beinar veiðar og hjáveiðar, og truflun.

Aðgerðir til verndar

Tryggja þarf selum vernd í látrum og á nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram. Selasetur Íslands hefur sett upp upplýsingaskilti og reynt að stýra umferð ferðamanna á Vatnsnesi.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Veiðileysa og Kaldbaksdalur 327
Hveravík 343
Sýruvíkurgjá að Rauðuskriðu 342
Hindisvík 402
Hvítserkur 403
Björg og Borgarvirki 404
Hóp 424

Kortasjá

Húnaflói í kortasjá

Útgáfudagsetning

3. desember 2020