Þjórsá

Svæðið er tilnefnt vegna sela.

Þjórsárós á Íslandskorti
Þjórsárós
Picture: Arnþór Garðarsson

Þjórsárósar.

Mörk

Selalátur við ósa Þjórsár og upp eftir ánni, þar sem selir geta legið á þurru.

Stærð

20,4 km2

Hlutfall lands: 20%
Hlutfall fjöru: 20%
Hlutfall sjávar: 16%
Hlutfall fersks vatns: 44%

Svæðislýsing

Þjórsá er ein lengsta á landsins og falla í hana margar þverár af ólíkum uppruna á langri leið til sjávar. Við bakka Þjórsár eru mikil landbúnaðarsvæði og eru fiskveiðar meðal hlunninda enda er þar einn stærsti laxastofn landsins. Í Þjórsárósum eru landselir í látrum. Áin hefur verið virkjuð að hluta og eru frekari virkjanir fyrirhugaðar við neðri hluta árinnar.

Forsendur fyrir vali

Við ósa Þjórsár eru landselslátur og þar hafa verið taldir yfir 130 selir en þeim hefur fækkað um 65% frá 1980.

Selir

Tegund  Lægsti fjöldi* Hæsti fjöldi* Hæsta % af
Suðurlandsstofni 
Hæsta % af
íslenskum stofni
Núverandi % af
íslenskum stofni
Landselur 9 (2016) 132 (1995) 19,8 (2014) 1,6 (2006) 0,7 (2018)
*Árin 1980–2018

Ógnir

Virkjanaframkvæmdir í neðri hluta Þjórsár gætu truflað seli í látrum. Þættir sem taldir eru geta haft áhrif á fækkun sela eru veiðar (þar með taldar veiðar við laxveiðiár og hjáveiðar) og truflun.

Aðgerðir til verndar

Brýnt er að tryggja vernd sela í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram.

Núverandi vernd

Engin.

Kortasjá

Þjórsá í kortasjá

Útgáfudagsetning

3. desember 2020.